Færsluflokkur: Dægurmál
4.3.2008 | 09:53
Sýklahernaður
Eftir verklega sýklafræði síðasta haust hnoðaðist saman ein vísa
Á meðan einn með búbbulínu
yfir frumum dvelur,
skríða undan skáphúddinu
skelfdar Herpes verur.
Annar þá með alkóhól
á þær stekkur grófur.
Sá þriðji grípur tæki' og tól
og tæklar þær sem óður.
Veiklaðar og viðutan
veirurnar flagga hvítum.
Þær settar voru í sýnisglas,
svekktar yfirlitum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 13:04
Kvíðaskrímslið
Hann teygir höndina að kviðnum á mér, fer inn í kviðarholið mitt og grípur um iðrin mín með stálhnefanum sínum og heldur fast. Ég get ekkert hreyft mig, ef ég fer fram á við þá ýtast iðrin aftur í bak og ef ég bakka þá tosast þau út. Ég stend því kyrr ... grafkyrr og hugsa um það hvernig ég geti sloppið. Hugsa og hugsa .... hugsa aðeins meira og að lokum, hugsa ég. Það er það eina sem ég get gert, það er að velta vöngum yfir stöðu minni og allt það sem ég gæti gert til að losna, en þeim mun meira sem ég hugsa um að gera eitthvað ... þeim mun fastar heldur hann um iðrin mín, læsir stálhnefanum fastar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Hugrenningar
Aðallega bull
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar