Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Vinátta

Vinátta er skringilegt fyrirbæri. Af öllum þeim sem maður umgengst dagsdaglega eru ekki margir sem maður myndi kalla vini sína í dýpstu merkingu orðsins, kunningjar já, félagar já en vinir?

En svo eru það þeir sem maður kallar vini sína og manni þykir mjög vænt um. Ég á nokkra vini, fullt af kunningjum og félögum en aðeins nokkra vini. Það merkilega við þessa vini mína er að aðeins örfáir eru í meira en mánaðarlegum samskiptum við mig. Ég hef t.d. ekki heyrt af einni bestu vinkonu minni í áraraðir, samt þykir mér alltaf jafn vænt um hana og ég efast ekkert um að það sama gildir um hana. Kannski ég ætti bara að leita hana uppi. Fletta henni upp í símaskránni og slá á þráðinn. Ég er alveg viss um það að þegar ég heyri næst í henni þá verður það eins og við hefðum síðast haft samband í gær! 


Höfundur

Þóra Margrét Júlíusdóttir
Þóra Margrét Júlíusdóttir

Ég er með BA gráðu í sálfræði og er núna á 4ða ári í læknisfræði.

Ég hef unnið við hin ýmsu störf, í byggingariðnaðir, landbúnaði, við skúringar, í aðhlynningu auk þess sem ég hef verið að kynnast læknastörfum innan spítalanna undanfarin ár.

Ég er pólítískur húmanisti, algjörlega óflokksbundin enda áskil ég mér þeim rétti að skipta um skoðun eftir að hafa ráðfært mig við mína samvisku og mér vitrari aðila.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • veik hjá mömmu
  • tilbúin
  • stundin okkar
  • smjatt
  • seint um kvöld

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 8001

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband