23.7.2010 | 09:34
Skringilegur heimur
Þegar ég sit hérna fyrir framan tölvuna og velti fyrir mér hvað mig langi til að skrifa þá upplifi ég mig eins og fótboltadómara út á miðjum velli með 20 æpandi karlmenn í kringum mig. Hver og einn vill að ég skrifi eitthvað sérstakt en EKKI það sem hinir vilji að ég skrifi niður. Þetta verður til þess að hugmyndirnar komast ekki upp á yfirborðið í huga mér. Ég "heyri" bara kliðinn af hugsunum og möguleikum, ekkert eitt kemst að. Er að hugsa um að spjalda allt liðið og fara í fýlu einhvers staðar. Kannski ég snúi mér bara aftur að vinnunni.
Tenglar
Hugrenningar
Aðallega bull
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri bara að skrifa allt sem þessar "frekjur" vilja og vinna svo bara e-ð vitrænt úr því. Alveg viss um að þínar hugmyndir laumi sér með inn á milli. Getur svo sem spjaldað liðið en það kemur bara inná aftur. Það fer líka síðan bara jefla mikil orka í að fara í fýlu Love you
Guðrún Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.