14.2.2008 | 13:04
Kvíðaskrímslið
Hann teygir höndina að kviðnum á mér, fer inn í kviðarholið mitt og grípur um iðrin mín með stálhnefanum sínum og heldur fast. Ég get ekkert hreyft mig, ef ég fer fram á við þá ýtast iðrin aftur í bak og ef ég bakka þá tosast þau út. Ég stend því kyrr ... grafkyrr og hugsa um það hvernig ég geti sloppið. Hugsa og hugsa .... hugsa aðeins meira og að lokum, hugsa ég. Það er það eina sem ég get gert, það er að velta vöngum yfir stöðu minni og allt það sem ég gæti gert til að losna, en þeim mun meira sem ég hugsa um að gera eitthvað ... þeim mun fastar heldur hann um iðrin mín, læsir stálhnefanum fastar.
Tenglar
Hugrenningar
Aðallega bull
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannast við þetta...það býr eitt svona líka heima hjá mér!
Vilborg (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 10:11
Ég held að þetta sé að ganga á görðunum, það býr amk eitt svona heima hjá mér...
Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.