1.10.2009 | 11:40
Vá hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast
Svona er það þegar lífið tekur völdin af manni og maður týnir sjálfum sér.
Ég hef upplifað heilan helling á þessum tíma og þá misgott en fyrir vikið hef ég þroskast töluvert.
Sýnishorn af því sem mig hefur hent á þessum tíma:
- við Óli eignuðumst aðra dóttur og eigum nú þrjú börn
- ég náði að vinna mig út úr kvíðakasti sem ég hafði verið undir hælinn á í 3 ár
- ég kynntist Al-anon og er að vinna eftir tólf sporakerfinu þar og er núna nýbúin að ljúka öðru sporinu, er núna loksins að læra að haga mér eins og fullorðin manneskja í samskiptum við aðra og einnig að átta mig á því að ég ber ekki ábyrgð á öllum heiminum, ég ber aftur á móti ábyrgð á mínu lífi og enginn annar en ég!
- ég fékk lífshættulega sýkingu og dó næstum því ... það opnaði augun mín fyrir því hvað það er sem skiptir mig máli í mínu lífi og hvað það er stutt og hverfullt, maður veit aldrei hvenær maður fer og því er lífið of stutt til þess að vera í fýlu út í aðra eða með almennt vesen!
Svo það hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan ég bloggaði hér síðast og langar mig mjög til að halda áfram að skrifa og miðla af reynslu minni, styrk og von (eins og við gerum í Al-anon) til ykkar sem kannski dettið niður á þessi skrif ... annars er ég hætt að bíða eftir því að vera uppgötvaður rithöfundur á netinu ;)
Jæja, meira var það svo sem ekki í bili, ætla að bæta nýjum myndum inn á þráðinn og setja mér það markmið að blogga alla vega einu sinni í viku.
Lifið heil
Tenglar
Hugrenningar
Aðallega bull
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.