Esjan

Nú ber svo við að ég er farin að arka upp í hlíðar Esju einu sinni í viku, ef veður leyfir. Takmarkið er að ná upp á 3ju stöð í hvert sinn og setjast svo niður og eta hádegisverð með besta útsýnið á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefur mér tekist þetta ætlunarverk mitt tvisvar sinnum á undanförnum mánuði og kem ég endurnærð niður af fjallinu.

Ég sest niður á stein einn sem er við "stoppustöðina" og sötra kaffi, narta í samloku og dáist að útsýninu. Friðsældin er yndisleg, svalt loftið endurnærandi og svo getur maður dundað sér við að telja hve marga göngustafi maður sér á þessu korteri sem kaffitíminn tekur. Þeir koma nú reyndar í pörum svo betra er að telja 2, 4, 6, 8.... en 1, 2, 3, 4.... Ég held það séu fleiri sem ganga um göngustígana þarna en fyrir utan heimili mitt og ég bý á Stúdentagörðunum! Ekki misskilja mig ég er alls ekkert að agnúast út í það að fólk sé duglegt að ganga upp í Esjuhlíðar, mér finnst það yndislegt hve margir eru duglegir að hreyfa sig og vita af þessari gersemd sem Esjan er okkur bæjarbúum.

Fyrir nokkrum árum fannst mér það fólk sem "stundar" Esjuna vera frekar þreytt og klisjukennt, eitthvað svo 2007 í "rétta" gallanum og með allar græjur (þar á meðal með rétta göngufélagann). En í dag þá finnst mér "þetta" fólk vera mitt fólk og að auki eru ennþá nokkrir sem fara í göngu í heimaprjónuðum peysum, húfum, vettlingum og jafnvel í stígvélum!

Þegar ég sit í kaffipásunni minni þá fylgist ég með þessu duglega fólki sem gengur lengra en ég, upp og niður, upp og niður, upp og niður endalaust. Og ég brosi út að eyrum ég er svo stolt af þeim. Það eina sem ég hef áhyggjur af eru þeir sem virðast aðeins líta á göngutúrinn sem verkefni, spretta upp og svo niður aftur bara til að fylla í kvótann. Flestir staldra þó við þegar takmarkinu er náð og njóta árangursins.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þóra Margrét Júlíusdóttir
Þóra Margrét Júlíusdóttir

Ég er með BA gráðu í sálfræði og er núna á 4ða ári í læknisfræði.

Ég hef unnið við hin ýmsu störf, í byggingariðnaðir, landbúnaði, við skúringar, í aðhlynningu auk þess sem ég hef verið að kynnast læknastörfum innan spítalanna undanfarin ár.

Ég er pólítískur húmanisti, algjörlega óflokksbundin enda áskil ég mér þeim rétti að skipta um skoðun eftir að hafa ráðfært mig við mína samvisku og mér vitrari aðila.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • veik hjá mömmu
  • tilbúin
  • stundin okkar
  • smjatt
  • seint um kvöld

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband