Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
12.12.2007 | 13:03
Vinátta
Vinátta er skringilegt fyrirbæri. Af öllum þeim sem maður umgengst dagsdaglega eru ekki margir sem maður myndi kalla vini sína í dýpstu merkingu orðsins, kunningjar já, félagar já en vinir?
En svo eru það þeir sem maður kallar vini sína og manni þykir mjög vænt um. Ég á nokkra vini, fullt af kunningjum og félögum en aðeins nokkra vini. Það merkilega við þessa vini mína er að aðeins örfáir eru í meira en mánaðarlegum samskiptum við mig. Ég hef t.d. ekki heyrt af einni bestu vinkonu minni í áraraðir, samt þykir mér alltaf jafn vænt um hana og ég efast ekkert um að það sama gildir um hana. Kannski ég ætti bara að leita hana uppi. Fletta henni upp í símaskránni og slá á þráðinn. Ég er alveg viss um það að þegar ég heyri næst í henni þá verður það eins og við hefðum síðast haft samband í gær!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Hugrenningar
Aðallega bull
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar