Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 14:53
Prófstress
Undanfarna mánuði þá hef ég haft aðstöðu til þess að læra og lesa í ákveðnu lesaðstöðu-herbergi hér á Görðunum. Eins og gengur og gerist þá nota þeir einstaklingar sem hafa tryggt sér borð, aðstöðuna mismikið. Ég hef samt tekið eftir ákveðnu munstri hjá nemendum þegar nálgast próftímabil. Út október og fram í miðjan nóvember, hefði getað farið fram villt kynlíf í salnum og enginn hefði tekið eftir því, það var enginn á svæðinu. Þegar nálgaðist nóvemberlok þá hefði aftur á móti verið farið fram á þrísom. Í byrjun desember hefði þetta getað farið út í allsherjar svall og svínerí að hætti Rómverja.
Þið sem misstuð af líkingunni hafið ekki tekið nógu vel eftir í sögutímum í menntaskóla, hvað þá lesið Ástrík!
Ég varð því pínu rugluð í kollinum þegar, í byrjun janúar, fólk streymdi inn í lestrarsalinn á öllum tímum sólarhringsins og gerði það ótrúlegasta, það lærði. Í byrjun janúar! Hefur heimurinn gengið að göflunum?
Þá frétti ég það að sjúkraprófin hjá sumum deildum háskólans hafa víst verið færð fram í janúar í stað þess að halda þau í ágúst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Hugrenningar
Aðallega bull
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar