Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Í erilborg

Nú eru prófin búin í bili og þá er ekkert annað í stöðunni en að demba sér á bólakaf í rannsóknarvinnuna ... og svona til að byggja upp frekari spenning hjá sér er einmitt fínt að taka að sér fulla vinnu með W00t auk þess að reka heimili (og mann Tounge ) og hugsa um og veita tveimur börnum ótakmarkaða athygli sína. Oh hvað það er gott að vera kona Kissing

Sýklahernaður

Eftir verklega sýklafræði síðasta haust hnoðaðist saman ein vísa

 

Á meðan einn með búbbulínu

    yfir frumum dvelur,

skríða undan skáphúddinu

    skelfdar Herpes verur.

Annar þá með alkóhól

    á þær stekkur grófur.

Sá þriðji grípur tæki' og tól

    og tæklar þær sem óður.

Veiklaðar og viðutan

    veirurnar flagga hvítum.

Þær settar voru í sýnisglas,

    svekktar yfirlitum.
 


Höfundur

Þóra Margrét Júlíusdóttir
Þóra Margrét Júlíusdóttir

Ég er með BA gráðu í sálfræði og er núna á 4ða ári í læknisfræði.

Ég hef unnið við hin ýmsu störf, í byggingariðnaðir, landbúnaði, við skúringar, í aðhlynningu auk þess sem ég hef verið að kynnast læknastörfum innan spítalanna undanfarin ár.

Ég er pólítískur húmanisti, algjörlega óflokksbundin enda áskil ég mér þeim rétti að skipta um skoðun eftir að hafa ráðfært mig við mína samvisku og mér vitrari aðila.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • veik hjá mömmu
  • tilbúin
  • stundin okkar
  • smjatt
  • seint um kvöld

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband