Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
28.3.2008 | 14:57
Í erilborg
Nú eru prófin búin í bili og þá er ekkert annað í stöðunni en að demba sér á bólakaf í rannsóknarvinnuna ... og svona til að byggja upp frekari spenning hjá sér er einmitt fínt að taka að sér fulla vinnu með
auk þess að reka heimili (og mann
) og hugsa um og veita tveimur börnum ótakmarkaða athygli sína. Oh hvað það er gott að vera kona
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 09:53
Sýklahernaður
Eftir verklega sýklafræði síðasta haust hnoðaðist saman ein vísa
Á meðan einn með búbbulínu
yfir frumum dvelur,
skríða undan skáphúddinu
skelfdar Herpes verur.
Annar þá með alkóhól
á þær stekkur grófur.
Sá þriðji grípur tæki' og tól
og tæklar þær sem óður.
Veiklaðar og viðutan
veirurnar flagga hvítum.
Þær settar voru í sýnisglas,
svekktar yfirlitum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Hugrenningar
Aðallega bull
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar