Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Setið heima

Í dag er ég heima með Eyrúnu Jónu þar sem dagmamman er í fríi.

Við höfum dundað okkur við ýmislegt í morgun, fengið okkur kornflex og múslí með mjólk og kaffi og kremkex í eftirrétt. Við höfum nú ekki sama háttinn á við kexátið, ég tek bita en Eyrún rífur kexið í sundur og skefur kremið af eins og góðu barni sæmir. Þegar ég lauk svo við kaffibollan var sú litla ekki sein að grípa bollan minn og ná allra síðasta dropanum af kaffinu úr bollanum.

Að því loknu settumst við inn í stofu, ég kíkti á fésið og tölvupóstinn, skipulagði næstu viku sem er síðasta vikan mín á geðkúrsinum og Eyrún ruggaði Chuchu í ferða-dúkku-rúminu. Chuchu er sko dúkkan hennar Láru Drafnar. Á meðan ég vinn syngur Eyrún Afi minn og amma mín, "Afi minn og ammi minn, afi minn og ammi minn" og líka Afi minn fór á honum Rauð, "Afi minn, afi minn, afi minn a bæi bæi, afi minn a syku syku".

 Tónelsk dama.


Höfundur

Þóra Margrét Júlíusdóttir
Þóra Margrét Júlíusdóttir

Ég er með BA gráðu í sálfræði og er núna á 4ða ári í læknisfræði.

Ég hef unnið við hin ýmsu störf, í byggingariðnaðir, landbúnaði, við skúringar, í aðhlynningu auk þess sem ég hef verið að kynnast læknastörfum innan spítalanna undanfarin ár.

Ég er pólítískur húmanisti, algjörlega óflokksbundin enda áskil ég mér þeim rétti að skipta um skoðun eftir að hafa ráðfært mig við mína samvisku og mér vitrari aðila.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • veik hjá mömmu
  • tilbúin
  • stundin okkar
  • smjatt
  • seint um kvöld

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband