Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
20.11.2009 | 23:12
Endurupplifanir
Eins og mínir nánustu vita af þá varð ég hundveik fyrr á árinu ... hundveik, réttara sagt var ég nær dauða en lífi. Ég náði mér nefnilega í gamaldags barnsfararsótt. Já, barnsfararsótt, svona eins og konur dóu umvörpum úr fyrir 1800. Eins og einn vinur minn orðaði það þá minntist hann þessa aðeins úr annálum. Hvað um það ég lifði af. Sennilegast vegna þess að enginn sagði mér hvað ég var veik og þess vegna tórði ég af gömlum vana.
Nú er dóttir mín orðin 8 mánaða og því 7 mánuðir síðan ég kom heim af spítalanum. Mér finnst í dag eins og það sé heil eilífð síðan, eins og ég hafi verið veik í öðru lífi því í dag þá kenni ég mér einskis meins, nema þá einbeitingarskorts en það er jú eitthvað sem vonandi jafnar sig á næstu mánuðum. Þess vegna er svo sérstakt þegar ég er minnt á það hversu vel ég hef náð mér. Af og til þá uppgötva ég allt í einu að ég get gert eitthvað sem ég gat ekki fyrstu mánuðina eftir veikindin. Hlutir eins og farið niður á hækjur mér og staðið upp aftur af sjálfsdáðum þar sem vöðvarnir mínir voru svo veikir og ég kraftlítil að ég bara gat ekki staðið upp aftur. Mánuði eftir var ég útkeyrð bara af því að sitja í stól í klukkutíma. Ég fékk harðsperrur í bakið við það eitt að sitja upprétt!
Þessar upplifanir eru til þess eins að gleðja mig, ég hef náð svo langt. Öðru máli gegnir þegar ég er minnt á líðan mína áður en ég fór inn á spítala, á meðan sýkingin var að brjóta niður allt mitt þrek. Atriði eins og niðurgangur, magakveisa... og í dag Resorb. Óli keypti nefnilega Resorb fyrir mig daginn áður en ég lagðist inn af því að ég nærðist ekkert, drakk eins mikið vatn og ég gat en svitnaði náttúrulega ofboðslega þegar ég náði að kýla niður hitann. Svo Óli keypti Resorb til að blanda í vatnið mitt svo ég myndi ekki fá óráð. Þessar minningar kitla í magann, ég verð sorgmædd og pínu hrædd ... því þá man ég hve stutt er á milli lífs og dauða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2009 | 22:10
Eymd er valkostur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Hugrenningar
Aðallega bull
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar