Fyrsta ástin

Mér varð hugsað til fyrsta bílsins míns núna í morgun. Þetta var BMW 316 '88 árgerð. Dökk-grá-sanseraður á lit. Inni í honum var allt dökk-grátt eða svart og á góðum sumardegi var hægt að grilla kjúkling inni í honum. Ég elskaði þennan bíl. Af hverju losaði ég mig við hann?  Jú, sambandið gekk bara ekki lengur upp.

Í fyrstu var þetta eintóm hamingja. Við fórum í margar ferðir saman og peningar virtust ekki vera nokkur fyrirstaða, ef annað okkar var þyrst þá var því reddað. Hvort heldur var um skreppitúr aðeins út fyrir bæinn að ræða eða bara rúntað um miðborgina þá voru þetta æðislegar og afslappandi ferðir. Ég naut þess að gefa aðeins inn og hann var alltaf að gefa mér aðeins undir fótinn. Himnenskt. En svo fór að síga á ógæfuhliðina. Hann hætti að spara sig í drykkjunni og þegar við lenntum í smá ógöngum fjárhagslega þá fór virkilega að sjá á honum. Hann fór að ryðga og áklæðið að slitna. Pústið fór að gefa sig og fyrr en varði var ég farin að ganga og taka strætó í stað þess að fara með honum í bíltúr. Að endingu þá varð ég að slíta sambandinu.

Þetta var sárt en nauðsynlegt skref fyrir okkur bæði til þess að við gætum notið okkar, í öðrum samböndum. Hann fór til ungs manns sem lofaði að byggja hann upp aftur og ég tók saman við nískupúka þar sem ég var komin með nóg af drykkju gamla félaga míns.

Minn nýji félagi var Dihatsu Cuore 2001, MR 987. Hann var sparneytinn og snyrtilegur, silfurlitaður og furðu snarpur, en okkar samband var ekki gert til þess að endast. Hann var aðeins skref í átt að betra sambandi, huggunaraðili. Við náðum aldrei saman. Hann bjó ekki yfir þeirri ástríðu sem minn gamli félagi hafði gert. Skreppitúrar voru tilgangslausir, engin unun var til staðar - og þótt útsýnið væri jafn fallegt og ávallt, þá var hávaðinn töluvert meiri. Hann var bara ekki nógu .... stór, kraftmikill, fallegur.

Núna er ég í sambandi við kraftmikinn, fallegan og fágaðan félaga - Ford Mondeo Ghia, vínrauður, DD 380. 2003 að mig minnir. En samt stend ég mig að því að dagdreyma um minn fyrsta, minn eina, sálufélaga og ég vellti fyrir mér hvar hann er.  Hvar ertu JÖ 582, ég sakna þín og fyrirgefðu mér að ég skyldi ekki geta hugsað betur um þig, ætti ég nokkrar milllur þá myndi ég leita að þér og koma þér aftur í það ástand sem þér sæmir ... ef ég bara ætti nokkrar millur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man sko eftir JÖ 582 ;)

Fríða (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 20:50

2 identicon

Haha, þetta var skemmtileg lesning. :D

Man líka eftir BMW-inum, var svoo hissa þegar ég frétti að þú hefðir selt hann. :-o

Nýji bíllinn þinn er samt kúl. :) 

Katrín (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 14:29

3 identicon

Já Þóra mín Það kemur við hjartað að lesa um ástina þína

Kunni líka sjálf meiriháttar við hann

Var búin að taka vel í hann áður

Saknaði hans líka

Samt var ekki sama tilfinningasamband okkar á milli þótt gott væri

:-) mamma

Guðrún Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þóra Margrét Júlíusdóttir
Þóra Margrét Júlíusdóttir

Ég er með BA gráðu í sálfræði og er núna á 4ða ári í læknisfræði.

Ég hef unnið við hin ýmsu störf, í byggingariðnaðir, landbúnaði, við skúringar, í aðhlynningu auk þess sem ég hef verið að kynnast læknastörfum innan spítalanna undanfarin ár.

Ég er pólítískur húmanisti, algjörlega óflokksbundin enda áskil ég mér þeim rétti að skipta um skoðun eftir að hafa ráðfært mig við mína samvisku og mér vitrari aðila.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • veik hjá mömmu
  • tilbúin
  • stundin okkar
  • smjatt
  • seint um kvöld

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 7988

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband