9.10.2007 | 19:04
Verkleg veirufræði
Úff þegar kemur að því að sýna fagi áhuga og sökkva sér í lesturinn þá er stundum betra að slaka aðeins á, ýta námsefninu frá sér og hugleiða.
Mér tókst það að gleyma mér algjörlega í lestrinum og sökkti mér í verklega hluta veirufræðinnar, ákvað að kynnast veirusýkingum aðeins nánar - er nú samt ekki alveg viss um að ég hafi "ákveðið" það sjálf en...
Ég komst að eftirfarandi niðurstöðu um augnsýkingar af völdum adenóveira:
Ái, það er vont - mann langar til þess að klóra úr sér augun eftir fyrstu tvo sólarhringana og inn á milli kláðans þá er eins og stráð hefði verið muldu gleri í augun.
Mæli ekki með því að sökkva sér OF djúpt í námsefnið
Tenglar
Hugrenningar
Aðallega bull
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú veist að það er til smásjá. Miklu betra en að skella veirunni á sjáöldrin
Guðrún (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 16:52
Færðu ekki aukaeinkunn fyrir verklega þáttinn?
Lovísa (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.