Toys R' Us

Jæja loksins er komið að því. Ég hef beðið eftir þessu augnabliki frá því að ég var 10 ára og með My Litle Pony æði. Toys R' Us dótabúð á Íslandi.

Hvað felur þetta í sér. Erum við loksins að fá ódýrt dót fyrir börnin okkar hér heima? Og hvað er ódýrt, hér heima? Eigum við eftir að geta skroppið út í dótabúð og keypt dúkkúhús á þremur hæðum með rafmagni í svo hægt sé að kveikja á ljósunum í herbergjunum og "setja" þvottavélina í gang og spila lög í útvarpinu á sama verði og einn Playmobil kall í Leikbæ? Eða verður umrætt hús aðeins 500 krónum ódýrara en í Hagkaup?

Auglýsingin er eitthvað á þessa leið: "... með besta íslenska verðið."

Hvað þýðir þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þér alveg sama þó svo börnin þín leiki sér með dót sem önnur börn í þrælavinnu í Kína hafa framleitt???

Stefán Ág (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:55

2 identicon

Stefán þú átt að líta á þetta sem tvínýtt leikföng, fyrst fengu fátæku börnin að leika sér og síðan þau íslensku

Dagur (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:00

3 identicon

Ég hef nú ekki séð þennan vinkil á málinu Dagur.

Hvort hann er réttlætanlegur fer eftir húmorstigi einstaklings

Síðan má alltaf spurja að því hvaða dót og/eða fatnaður er ekki tilorðinn fyrir einhverskonar þrælkun.

Barna eða fullorðinna

Guðrún Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:13

4 identicon

Mig hefur líka dreymt um að komast aftur í Toys 'R Us, maður á nú góðar minningar þaðan :)

Hef ekki heyrt þetta með barnaþrælkunina, á það sérstaklega við Toys 'R Us ?  Gæti trúað að það sé frekar rétt sem Guðrún segir, því miður.

Fríða (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 12:43

5 identicon

Fer reglulega i Toys R' Us sjalf, finnst dotid thar skemmtilegt og gaman ad madur skuli fa ad leika ser ad thvi... eda sko ad krakkarnir skuli fa ad leika ser ad tvhi :)

Hvad thrælavinnu barna i Kina rædir, tha er eg theyrrar skodunar ad thad se thad skarra af tvennu illu, betra ad thau geti unnid ser til vidurværis en ad thau lendi a gøtunni an thess ad hafa nokkra leid til ad hafa i sig og a. Madur ma ekki gleyma thvi ad thott vid høfum thad gott herna tha er ekki thad sama um alla ad segja.

Sirrý (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þóra Margrét Júlíusdóttir
Þóra Margrét Júlíusdóttir

Ég er með BA gráðu í sálfræði og er núna á 4ða ári í læknisfræði.

Ég hef unnið við hin ýmsu störf, í byggingariðnaðir, landbúnaði, við skúringar, í aðhlynningu auk þess sem ég hef verið að kynnast læknastörfum innan spítalanna undanfarin ár.

Ég er pólítískur húmanisti, algjörlega óflokksbundin enda áskil ég mér þeim rétti að skipta um skoðun eftir að hafa ráðfært mig við mína samvisku og mér vitrari aðila.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • veik hjá mömmu
  • tilbúin
  • stundin okkar
  • smjatt
  • seint um kvöld

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 7989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband