Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Göngutúr um Miklatún

Um daginn var ég minnt á það hve margir griðastaðir eru til staðar í þessari erilsömu borg.

Ég bý í Vesturbænum og er í Háskóla Íslands. Af þessu leiðir að ég geng mjög oft í skólann þar sem það tekur mun styttri tíma en að ræsa bifreið aðeins til þess að lenda í morgunumferð og leita að bílastæði. Stystu leiðirnar eru vanalega meðfram götum borgarinnar þar sem gangstéttirnar eru oftast staðsettar. Þetta verður til þess að maður fer ekki á mis við hið uppörvandi öngþveiti morgunumferðarinnar, þar sem of margir bílstjórar þurfa sterkt kaffi til þess að geta tekist á við daginn og eru vanalega of seinir til þess að geta fengið sér kaffibolla áður en lagt er af stað í vinnuna.

Vanalega þegar maður þarf að komast leiðar sinna á sem skemmstum tíma þá er maður búinn að finna sína leið frá A til B og heldur sig við hana, svona til að spara tíma, og ef maður keyrir og hefur ekki haft tíma til þess að fá sér kaffisopa áður en lagt var af stað, þá getum maður komist á leiðarenda án þess að reyna of mikið á heilabúið - setur í "auto-pilot". Þetta fyrirkomulag verður þó til þess að maður fer oft á mis við skemmtilegri staði borgarinnar, perlurnar.

Þar til í gær var Miklatún ekkert nema trjáröð meðfram Miklubrautinni fyrir mér. Eða þá í mesta lagi túnið í kringum Kjarvalsstaði. Ég var algjörlega búin að gleyma því hve stór þessi grasblettur var eða hversu fjölbreyttur hann er. Fullt af leiktækjum fyrir stóra og smáa, áhugaverð listaverk til þess að góna á í vetrarsólinni, og næstum því kyrrð. Ég stytti mér leið í gegnum garðinn í gær og mér leið allt í einu svo miklu betur, þrátt fyrir það að ég heyrði stanslaust suðið í bílunum í kring þá var yfirgnæfði friðurinn inni á þessum griðastað erilinn í borginni fyrir utan. Já mér leið ekki eins og þetta væri hluti af borginni, þetta var meira eins og töfragarður. Mér fannst mér kippt út úr hinu daglega lífi og mig langaði ekkert frekar en að leggjast niður og stara upp í himingeyminn.

Þetta er nýi uppáhaldsstaðurinn minn í borginni - núna förum við fjölskyldan í göngutúra á Miklatún í stað þess að labba meðfram sjónum eða niður við tjörnina. Þetta er kosturinn við það að ganga í stað þess að keyra, maður uppgötvar (eða endur-uppgötvar) svo margt.


Toys R' Us

Jæja loksins er komið að því. Ég hef beðið eftir þessu augnabliki frá því að ég var 10 ára og með My Litle Pony æði. Toys R' Us dótabúð á Íslandi.

Hvað felur þetta í sér. Erum við loksins að fá ódýrt dót fyrir börnin okkar hér heima? Og hvað er ódýrt, hér heima? Eigum við eftir að geta skroppið út í dótabúð og keypt dúkkúhús á þremur hæðum með rafmagni í svo hægt sé að kveikja á ljósunum í herbergjunum og "setja" þvottavélina í gang og spila lög í útvarpinu á sama verði og einn Playmobil kall í Leikbæ? Eða verður umrætt hús aðeins 500 krónum ódýrara en í Hagkaup?

Auglýsingin er eitthvað á þessa leið: "... með besta íslenska verðið."

Hvað þýðir þetta?


Verkleg veirufræði

Úff þegar kemur að því að sýna fagi áhuga og sökkva sér í lesturinn þá er stundum betra að slaka aðeins á, ýta námsefninu frá sér og hugleiða.
 Adenóveirusýking

Mér tókst það að gleyma mér algjörlega í lestrinum og sökkti mér í verklega hluta veirufræðinnar, ákvað að kynnast veirusýkingum aðeins nánar - er nú samt ekki alveg viss um að ég hafi "ákveðið" það sjálf en...

Ég komst að eftirfarandi niðurstöðu um augnsýkingar af völdum adenóveira:

Ái, það er vont - mann langar til þess að klóra úr sér augun eftir fyrstu tvo sólarhringana og inn á milli kláðans þá er eins og stráð hefði verið muldu gleri í augun.

Mæli ekki með því að sökkva sér OF djúpt í námsefnið 


Höfundur

Þóra Margrét Júlíusdóttir
Þóra Margrét Júlíusdóttir

Ég er með BA gráðu í sálfræði og er núna á 4ða ári í læknisfræði.

Ég hef unnið við hin ýmsu störf, í byggingariðnaðir, landbúnaði, við skúringar, í aðhlynningu auk þess sem ég hef verið að kynnast læknastörfum innan spítalanna undanfarin ár.

Ég er pólítískur húmanisti, algjörlega óflokksbundin enda áskil ég mér þeim rétti að skipta um skoðun eftir að hafa ráðfært mig við mína samvisku og mér vitrari aðila.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • veik hjá mömmu
  • tilbúin
  • stundin okkar
  • smjatt
  • seint um kvöld

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband